Sigling á Vestari Jökulsá er pottþétt skemmtun fyrir hópa og einstaklinga, bæði þá sem hafa aldrei prófað rafting sem og lengra komna. Áin er flokkuð sem class 2+ og ætti enginn að vera svikinn af þessari skemmtun!
Þetta er sú lang öflugasta sem Ísland hefur upp á að bjóða. Flokkuð sem class 4+ og er mjög krefjandi. Hér er 18 ára aldurstakmark og fyrri reynsla af rafting er æskileg, hér munu þátttakendur pottþétt fá að blotna!
Ein allra vinsælasta ævintýraferð landsins fyrr og síðar! Fullkomin fyrir vinahópa og fjölskyldur, eitthvað sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Arctic Rafting byggir á yfir 25 ára langri reynslu á flúðasiglingum víðsvegar um landið. Nú bjóðum við upp á siglingar á gúmmíbátum og kanóum í mörgum af skemmtilegustu ám landsins en þar ber helst að nefna Hvítá á suðurlandi og Jökulsá Vestari og Jökulsá Austari á norðurlandi. Hjá fyrirtækinu vinnur skemmtilegur og öflugur hópur fólks sem fer sístækkandi en þessi hópur á það sameiginlegt að búa að mikilli reynslu á ferðamennsku hérlendis og erlendis og vilja til að deila reynslu sinni og þekkingu með öðrum. Starfsemi fyrirtækisins, sem hefur hægt og rólega bætt við fleiri ferðum í gegnum árin, teygir sig nú út um allt landið og afþreyingamöguleikarnir sem í boði eru nánast ótakmarkandi. Það er einlæg von Arctic Rafting að geta sýnt fólki Ísland í nýju ljósi og gera fríið að ógleymanlegu ævintýri í sátt og samlyndi við einstaka náttúru landsins.

Ofan á þetta býður Arctic Rafting upp á fjöldann allan af annars konar ferðum fyrir einstaklinga og hópa af öllum stærðum og gerðum og sérsniðnar hvataferðir fyrir skóla og fyrirtæki. Þar ber helst að nefna gönguferðir eins og jöklagöngur og háfjallaferðir á ýmis fjöll og tinda landsins, skíða- og snjóbrettaferðir, ís- og klettaklifurferðir, hellaferðir, sjókayakferðir, jeppaferðir, köfunarferðir, fjórhjólaferðir, snjósleðaferðir og leikjaferðir. Með því að skoða vefsíður Arctic Rafting og Arctic Adventures er hægt að skoða allar sumar- og vetrarferðir og dags- og pakkaferðir sem í boði eru. Einnig hvetjum við þá sem vilja láta setja saman fyrir sig sérstaka ferð að hafa samband og munum við gera okkar besta til að verða við þeirri ósk.

Click here for English